Um mig

Magnús Þór Bjarnason vefhönnuður.

Magnús Þór Bjarnason

Vefhönnuður

mbson-pic6.jpg
 
 

Vefhönnun

Ég hef verið að hanna vefi og efni fyrir skjámiðla í u.þ.b 25 ár, aðallega vefi en einnig innri kerfi og ýmis viðmót. Eitthvað hef ég snert á App hönnun en mesta reynslan kemur í gegnum skalanlega vefhönnun og þá hugmyndafræði að hugsa vefi út frá farsímum.

Einfalt, fágað og notendavænt.
Ég trúi á einfaldleika í hönnun almennt. Vefir, öpp og þau viðmót sem verið er að skapa eru nytjahlutir í eðli sínu og eiga því að vera hönnuð með það í huga að vera einföld, smekkleg og auðskilin fyrir notendur.

Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur hönnun fyrir netið og hlakka mikið til að taka þátt í þeirri tækniþróun sem á sér stað, þar sem alls kyns þjónusta er að færarst í síauknu mæli yfir á vefinn notendum til hagsbóta.

 

Menntun & starfsferill

Eftir að ég lauk stútentsprófi frá MS árið 1995 fór ég að vinna í prentsmiðju. Ári síðar fór ég í Iðnskólann í Reykjavík og lærði prentsmíði (nú grafísk miðlun). Eftir að ég lauk sveinsprófi árið 2000 sagði ég samt eiginlega skilið við prentið og fór að vinna hjá litlu hugbúnaðarhúsi. Þar var verið að smíða vefumsjónarkerfi og hellti ég mér þá út í vefpælingarnar. Prentgrunnurinn er þó alltaf að nýtast betur og betur eftir því sem meira er hægt að vinna með týpógrafíu á vefnum.

Árin 2005 - 2018 vann ég hjá Hugsmiðjunni og var þar hönnuður og síðar yfirmaður hönnunardeildar. Ásamt því að hanna sjálfur kom ég að mörgum verkefnum að einhverju leyti, í formi ráðgjafar og stuðnings.

Árin 2018 - 2024 vann ég hjá Overcast sem vefhönnuður UI/UX. Þar var ég mest í útsendum vefverkefnum fyrir viðskiptavini. Mitt hlutverk fólst einkum í greiningu, hugmyndavinnu og hönnun. Einnig kom ég að uppbyggingu á útliti vörumerkja fyrirtækisins. Síðast en ekki síst átti ég stóran hlut í viðmótshönnun vefþjónustanna Áskell og Airserve sem eru aðal vörur Overcast.

 

Viðskiptavinir

Ég hef unnið með mörgum og ólíkum viðskiptavinum í gegnum tíðina með góðum árangri þó ég segi sjálfur frá. Mér finnst gaman að hitta fólk, hlusta á það og ráðleggja því lausnir sem henta hverju sinni. Ég á auðvelt með að kynna mínar hugmyndir, færa fyrir þeim rök og taka gagnrýni.

Meðal viðskiptavina sem ég hef unnið með eru:

  • 17
  • BL
  • Sorpa
  • Góði hirðirinn
  • Iðan fræðslusetur
  • Allianz
  • Auðkenni
  • Avis
  • Birta lífeyrissjóður
  • Happdrætti Háskóla Íslands
  • Sjálfsbjörg
  • Fréttablaðið
  • Viðskiptablaðið
  • Garri
  • HS Orka
  • Aur
  • Icepharma
  • Efla
  • Nova
  • Sinfóníuhljómsveit Íslands
  • Háskóli Íslands
  • Hafnarfjörður
  • Arctica Finance
  • Stjórnarráðið
  • Íslandsbanki
  • Landsvirkjun
  • Listasafn Íslands
  • SkjárEinn
  • Reykjavíkurborg
  • Samskip
  • Jónar
  • Rauði krossinn
  • Eftirlitsstofnun EFTA
  • Harpa
  • TM
  • Byko
  • Fjármálaeftirlitið
  • Skipulagsstofnun
  • Krabbameinsfélag Íslands
  • Lífeyrissjóður verzlunarmanna
  • Smárabíó
  • Sena
  • Verzlunarskóli Íslands
  • Samtök iðnaðarins
  • Orkusalan
  • Míla
  • OZ
  • Hagar
  • Hagkaup
  • Verkís
  • Þjóðminjasafnið
  • Arion banki

 

Hafa samband

Magnús Þór Bjarnason
Sími 891 8786
mbson74@gmail.com